Afþreying

Tröllaskaginn er sannarlega ævintýralegt svæði með sín háu fjöll, jökla, grónu undirlendi, vötn og sjó. Afþreyingin sem í boði er endurspeglar náttúruna allt árið um kring;  Skíðasvæði, fjallskíðamennska, þyrluskíðun, golf, hestamennska, gönguferðir, hvalaskoðun og fuglaskoðun svo eitthvað sé nefnt.

Norðurljósin skarta sínu fegursta yfir vetrartímann og á haustin fyllast brekkurnar af safaríkum berjum. Svo ekki sé nú minnst á vorin og sumrin þar sem dagurinn teygir sig langt inn í nóttina.

Menningarlífið er líka blómlegt og hægt að skoða söfn og sýningar, kafa ofaní sögu svæðisins og skoða fallegar kirkjur.

Fjölbreytt afþreying fyrir líkama og sál!

Smelltu á valmöguleikana og kíktu á það sem er í boði.

Árstíðir
Flokkar
  • Allt