Skíðasvæði

Þrjú frábær skíðasvæði er að finna á Tröllaskaga og geta skíðaiðkendur því valið um fjölbreytt svæði og fært sig á milli eftir því hvernig viðrar á hverjum stað.

Skíðasvæðið í Skarðsdal við Siglufjörð má tvímælalaust telja með bestu skíðasvæðum landsins Þetta er snjómikið svæði og hefur verið hægt að skíða þarna fram á vor. Á svæðinu eru nú þrjár lyftur, tvær samfelldar lyftur, diska og T-lyfta sem samtals eru u.þ.b. 1500 metrar að lengd. Þriðja og efsta lyftan er 530 metra löng með um 180 metra fallhæð og afkastar hún um 550 manns á klukkustund.

Ólafsfjörður er bæði með skíðalyftu í Tindaöxl þar sem má finna góðar svigbrautir. Ólafsfjörður hefur löngum verið þekktur fyrir góða aðstöðu fyrir gönguskíði og eru göngubrautir lagðar nánaust um allan bæ.

Skíðasvæðið í Dalvíkurbyggð er í Böggvisstaðafjalli í göngufæri frá bænum, þar eru tvær lyftur og fjölbreyttar brekkur.  Þar er einnig snjóframleiðsla og sökum þess hversu lágt skíðabrekkurnar liggja viðrar oft betur til skíðaiðkunar þar og svæðið er með fleiri opnunardagar heldur en á svæði sem liggja hærra.

Þjónustuaðilar

  • Skíðasvæðið Böggvisstaðafjalli - Dalvík

    Skíðasvæðið Böggvisstaðafjalli.

    Á svæðinu eru tvær lyftur, neðri lyftan er 700 metra löng. Beint í framhaldi af henni er 500m löng lyfta, samtals 1.200 metra langar og fallhæðin er 322 metrar.
    Einn snjótroðari sinnir daglegri troðslu á svæðinu og er annar til taks á álagstímum. Ný lýsing er á svæðinu, um 1.200 metra löng brekka er lýst. Snjóframleiðsla er á neðri hluta skíðasvæðisins.

     


    Brettaaðstaða
    Aðstaða fyrir brettafólk er góð, landslagið mjög fjölbreitt og stutt að fara fyrir þá sem vilja ganga á fjöll.

    Skíðaleiga
    Skíðaleiga er á staðnum og eru skíði og skór frá barnastærðum upp í fullorðinsstærðir.

    Skíðakennsla
    Hægt er að fá skíðakennslu um helgar og er kennd ein klst í senn gegn gjaldi.

    Skíðaganga
    Gott göngusvæði er í nágrenni skíðasvæðisins og fjölmargar gönguleiðir út frá því. Gönguhringur er troðinn daglega ef aðstæður leyfa. Hringurinn er um 2 km langur og liggur um hólana umhverfis Brekkusel, sem er skáli félagsins, og niður að Sundlaug Dalvíkur sem er í um 500 metra fjarlægð frá skíðasvæðinu.

     

  • Skíðasvæðið Skarðsdal, Siglufirði

    Skíðalyftur - 4, 10 skíðaleiðir og heildarlengd er 3.500 m
    Neðsta-lyfta, diskalyfta af Doppelmayr gerð, 430 m. löng. Fallhæð 100 m. Afkastar 480 manns á klukkustund. Byggð 1988.

    T-lyfta, einnig af Doppelmayr gerð, 1034 m. löng. Fallhæð 220 m. Afkastar 720 manns á klukkustund.

    Bungulyfta, diskalyfta af Doppelmayr gerð, 530 m. löng. Fallhæð 180m. Afkastar 550 manns á klukkustund. Bungulyftan er í um 650 metrum yfir sjávarmáli.

    Hálslyfta: diskalyfta af Doppelmayr gerð 320 m löng. Fallhæð 100m. Afkastar 500 manns á klst.

    Göngusvæði: Aðstaða fyrir skíðagöngu: Troðin er gönguleið upp á Súlur þegar nægur snjór og aðstæður leyfa. En bent er á að mjög góð gönguskíðabraut (Bárubraut) er í Ólafsfirði og þegar nægur snjór er í Ólafsfirði er troðinn braut fyrir allan almenning að auki.

  • Skíðasvæðið Tindaöxl, Ólafsfirði

    Á skíðavæðinu í Tindaöxl er ein 650 metra löng Doppelmayr diskalyfta. Þá er möguleiki að setja upp litla togbraut. Einn troðari er á svæðinu og aðgangur að öðrum á álagstímum.

    Brekkur á skíðasvæðinu eru yfirleitt troðnar á morgnana, það eru venjulega þrjár 600 metra langar og ein til tvær 350 metra langar brautir troðnar.

    Göngubrautir eru troðnar alla daga þegar veður leyfir. Trimmbraut er lögð norðan við Ólafsjarðarvatn, rétt við byggðina. Æfingabraut er oft troðin í miðbænum. Þá er ný ljósabraut "Bárubraut" sunnan við skíðaskálann í Tindaöxl og er hún hentug til að trimma, æfa og keppa í. Yfirleitt er troðið á morgnana eða strax eftir hádegi. Brautirnar eru troðnar með spori.

    Brettaaðstaða:
    Brettamenn fá stór ótroðin svæði, þeir nota gjarnan þá hryggi sem eru á svæðinu og stökkpallar eru útbúnir í samráði við þá.

    Veitingar:
    Í skíðaskálanum er hægt að fá gosdrykki, kakó, kaffi, samlokur, hamborgarar, franskar og sælgæti. Hópar geta fengið heimilismat. Í skálanum er einnig svefnloft þar sem u.þ.b. 25 manns geta gist í svefnpokum.

    Skíðapakkar:
    Gerð eru tilboð fyrir hópa, lyftukort, gistingu, mat o.þ.h. Eru þessi tilboð mjög hagstæð.