info(at)dalvikurbyggd.is
info(at)fjallabyggd.is
Fjöllin hafa vakað í þúsund ár…. Það á svo sannarlega við á Tröllaskaga því hér má finna stærsta samfelda fjallasvæði landsins, sem sérstöðu sinnar vegna er allt á náttúruminjaskrá. Hér eru há fjöll, og fjallaskörð sem hafa verið mótuð af jöklum í gegnum aldirnar og skilið eftir sig hrikaleg fjöll, grösuga fallega dali, aragrúa smájökla, jökulminjar, einstök fjallavötn og fegurð þar sem kyrrð, orka og töfrar láta engan ósnortinn. Tröllaskagi er þannig óþrjótandi auðlind fyrir þá sem vilja njóta ánægju og útiveru í þessu hrikalega en fjölbreytta landslagi allt árið um kring. Eitt af því sem gerir svæðið áhugavert er að auðvelt er að fá tilfinningu fyrir því að maður sé einn í óbyggðum þar sem engin mannshönd hefur komið nærri.
Fjöllin á Tröllaskaga geyma hæstu fjöll Norðurlands. Á utanverðum Tröllaskaga má nefna Dýjafjallshnjúk 1445 m, Kvarnárdalshnjúk 1424m og Heiðingja 1402m. Meðalhæð fjalla er um 930m eða 3000ft.
Svæðið er því kjörlendi fyrir göngufólk og má finna gönguleiðir fyrir alla, hvort sem menn vilja ganga á láglendi um Friðland Svarfdæla, klífa fjöll eða fornar þjóðleiðir á milli byggðarlaga.
Háskólinn á Hólum hefur gefið út mjög góð göngukort yfir fjölmargar gönguleiðir á Tröllaskaga.
Einnig eru margar stikaðar leiðir á Tröllaskaga og einfaldari kort er hægt að fá hjá upplýsingamiðstöðum.
Árlega er haldin gönguvika í lok júní en upplýsingar um hana má finna hér http://www.dalvikurbyggd.is/gonguvika/ og hér https://www.facebook.com/gonguvika
Á vef Fjallabyggðar má finna yfirlit yfir fjölmargar gönguleiðir í bæjarfélaginu.
Varúð!
Vinsamlegast athugið að það getur verið varasamt og á stundum hættulegt að ferðast um íslenskt fjallendi. Veður geta breyst fyrirvaralaust og aðstæður orðið þannig að erfitt er að ráða við þær. Öllum ferðalöngum er því ráðlagt að gæta ítrustu varkárni, kynna sér allar leiðir mjög vel, láta vita af sér áður en haldið er af stað og áætla hvenær göngu ætti að vera lokið. Einnig er mikilvægt að vera með gott kort og allan útbúnað í lagi. Við mælum með því að leita leiðsagnar hjá reyndum fjallaleiðsögumönnum á svæðinu.
Hægt er að skoða síðuna SafeTravel fyrir nánari útskýringar.
Lítið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í gönguferðum við allra hæfi í heimabæ sínum Siglufirði og nágrenni. Bjóða upp á léttar dagsferðir eða lengri fjallaferðir fyrir einstaklinga eða stærri hópa eftir áhuga og getu. Gengið er á söguslóðum í stórbrotnu landslagi
Sigló Ski Lodge is a Local Tour Operator based in Siglufjörður. Our tours are designed to deliver an active outdoor experience with focus on culture in the local area.
We offer exciting ways to explore & enjoy the nature that surrounds Siglufjörður.
Everyone should find something to enjoy & for people of all levels, groups and families. Our goal is not to just give an adventure, but to offer an exceptional experience.
info(at)dalvikurbyggd.is
info(at)fjallabyggd.is
Copyright © 2014 Dalvíkur- og Fjallabyggð. Allur réttur áskilinn | Veftré | Hafa samband