Sigló Hótel

Sigló Hótel er nýbyggt hótel á Siglufirði. Hótelið sem opið er allan ársins hring býður upp á 61 classic herbergi, 4 lúxus herbergi og 3 svítur. Inn á hótelinu er veitingastaðurinn Sunna ásamt Lobbý barnum. Hinir tveir veitingastaðir hótelsins, Hannes Boy og Kaffi Rauðka, eru í göngufæri. Allir gestir hafa aðgang að heitum pottum og gufubaði. Hugguleg arinstofa með útsýni yfir hafið er staðsett á jarðhæð. Starfsfólk Sigló Hótel leggur sig fram við að bjóða gestum upp á notalegt og afslappandi umhverfi með klassísku og rómantísku yfirbragði.   

Þjónustuaðilar

  • Sigló Hótel

    Sigló Hótel er 68 herbergja hótel byggt út í smábátahöfnina og hafa öll herbergi útsýni yfir fallega náttúru svæðisins, bæði haf og fjöll og úr notalegu gluggasæti má fylgjast með daglegu lífi á hafnarsvæðinu.