Einstök menning

Einstök menningMenningarlíf er í miklum blóma á Tröllaskaganum. Um ţađ vitna hinar fjölmörgu hátíđir, gallerí, söfn, vinnustofur, sýningar og svo framv.

Segja má ađ menningarlífiđ slái í takt viđ árstíđirnar en hinn langi og dimmi norđlćgi vetur ţjappar fólkinu saman og hvetur til hverskyns félagslífs og samvinnu af öllum toga.

Allt byrjar ţetta á haustin. Ţá hefja hinir fjölmörgu kórar starfsemi sína, leikfélögin dusta rykiđ af handritinum og stćrri og smćrri félagasamtök kynna starfsemi vetrarins og námskeiđahald.

Einstök menningTónlistarlífiđ hefur löngum veriđ öflugt á svćđinu. Tónlistarskólar eru starfrćktir í sveitarfélögunum, fjölmargir kórar eru starfandi auk ţess sem fjöldi frambćrilegra tónlistarmanna hefur slitiđ hér barnsskónum. Safnastarf er blómlegt međ bókasöfnum, byggđasöfnum, náttúrusöfnum, síldarminjasafni og fl. Allir ţessir stađir eru svo sannarlega lifandi uppspretta menningar og viđburđa allt áriđ umkring. Ţannig er ađstađa til menningarstarfsemi til fyrirmyndar og góđ skilyrđi eru fyrir varđveislu, rćktun og miđlun menningararfsins.

Ţegar dregur nćr jólum draga íbúar fram jólaljós og jólaskreytingar og áđur en yfir líkur eru öll hús og garđar ljósum prýdd og bćir og ţorp eins og skemmtigarđar yfir ađ líta. Um áramótin er sömuleiđis mikiđ um dýrđir. Á miđnćtti á gamlárskvöld heldur hver og ein fjölskylda sína eigin flugeldasýningu og samanlagđar mynda ţćr slíkt sjónarspil ađ fátt fćr viđ ţađ jafnast.

Einstök menningEftir áramótin taka viđ ţorrablót og árshátíđir sem standa fram í febrúar. Ţá gengur skíđavertíđin einnig í garđ en á svćđinum eru öflug skíđasvćđi kjörin til ţess ađ njóta útiveru og stunda skíđamennsku. Svarfdćlskur mars er haldinn í lok mars ár hvert. Ţá fer fram heimsmeistarakeppnin í brús, haldiđ er málţing og dansađur svarfdćlskur mars.

Voriđ er jafnan mikil uppskeruhátíđ fyrir kórana og eru ófáir tónleikarnir haldnir á ţessum árstíma.

Sumariđ gengur í garđ međ ýmsum hátíđarhöldum svo sem sjómannadeginum, 17. júní, Gönguvikunni, Ţjóđalagahátíđinni, Trilludögum, Síldarćvintýri, Fiskideginum mikla, Berjadögum og ljóđahátíđinni Haustglćđum.

Einstök menning

Í september fara menn í berjamó og ţá hefst hinn dýrđlegi tími gangna og rétta. Fjárréttir eru á nokkrum stöđum í sveitarfélögunum en ţćr einkennast af gleđi og söng. Ţegar fé hefur veriđ smalađ í byrjun október er svo hrossasmölun og stóđrétt. Er ţađ jafnan tilkomumikil sjón ađ sjá hrossastóđiđ rekiđ til réttar og hrossin dregin í dilka.

Hćgt og sígandi gengur svo veturinn í garđ og dagarnir styttast . Hringrás náttúrunnar hefst á nýjan leik og helst í hendur viđ hringrás mannlífsins

Allt áriđ um kring er svo hćgt ađ sćkja hina fjölmörgu viđburđi sem í bođi eru, kíkja í gallerí og á vinnustofur, heimsćkja Berg menningarhús og menningarhúsiđ Tjarnarborg, skođa sýningar sem eru í bođi allt áriđ og svo framv.

Sannkölluđ menningarveisla!