Frá Reykjavík á Tröllaskagann
Hægt er að ferðast beint frá Reykjavík á Tröllaskagann. Frá hringvegi 1 er hægt að velja um tvær leiðir sem ferja þig beint á Tröllaskagann.
Leið 1. Ferðast er eftir hringvegi 1 þar til komið er í Skagafjörð. Í Varmahlíð er tekin hægri beygja, eins og verið sé að keyra til Akureyrar. Þaðan eru keyrðir nokkrir kílómetrar uns komið er að vegi nr. 76, þar er tekin vinstri beygja. Sá vegur liggur alla leið á Siglufjörð. Frá Siglufirði er hægt að keyra áfram til Ólafsfjarðar og Dalvíkur.
Leið 2. Ferðast er eftir hringvegi 1, í gegnum Skagafjörð og keyrt sem leið liggur áleiðis til Akureyrar. Þegar búið er að keyra niður Öxnadalinn og fara fram hjá Þelamörk liggur vegur nr. 82 á vinstri hönd. Tekin er vinstri beygja við þau gatnamót og haldið áfram sem leið liggur til Dalvíkur. Frá Dalvík er hægt að keyra áfram til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.
Fjarlægðir:
- Reykjavík - Siglufjörður: 387 km, áætlaður aksturstími er 5 klst.
- Reykjavík - Dalvík: 413 km, áætlaður aksturstími er 5 klst. og 30 mín.
Fjarlægðir á milli stærstu þéttbýlisstaða á Tröllaskaganum
- Siglufjörður-Ólafsfjörður: 15km
- Ólafsfjörður-Dalvík: 18km
- Dalvík-Siglufjörður: 33km
Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Vegagerðarinnar
Ferðatilhögun
Fyrir þá sem kjósa bílaleigubíl er hægt að leigja bíla í stærstu þéttbýliskjörnum landsins eins og Reykjavík, Egilsstöðum og Akureyri.
Strætó fer frá Reykjavík og Egilsstöðum til Akureyrar. Einnig eru daglegar ferðir frá Akureyri til Dalvíkur, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar eftir leið nr. 78.
Ferðaráð
Alltaf skal gæta ítrustu varkárni þegar ferðast er um Ísland og mikilvægt að vera búinn að kynna sér ástand vega og veðurspá fyrirfram. Þetta á sérstaklega við um vetrartímann. Við höfum tekið þessar upplýsingar saman hérna á síðunni og mælum með því að þú kynnir þér þær.