Náttúran

Náttúra TröllaskagansTröllaskaginn er eitt mikilfenglegasta fjallendi Íslands og liggur fyrir miđju norđurlandi á milli Skagafjarđar og Eyjafjarđar. Skaginn er fjöllóttur og ná margir fjallatindar yfir 1200m yfir sjávarmál og nokkrir yfir 1400m. Hćst er Kerling viđ Glerárdal (1538m). Fjölmargir smájöklar eru  í fjöllum og dölum Tröllaskagans en ţeirra stćrstir eru Gljúfurárjökull og Tungnahryggsjökull. Djúpir dalir skerast inn í fjallendi Tröllaskagans en ţeir eru mótađir af greftri vatnsfalla og svörfun skriđjökla á jökulskeiđum ísaldar.

Náttúrufegurđ á Tröllaskaganum er mikil enda gefur ţetta stórkostlega fjallendi svćđinu nánast ćvintýralega blć. Kyrrđin í fjöllunum, öldugjálfur, heiđur himinn á vetrarkvöldi, norđurljós, mildur blćr vorsins, bláar berjabrekkur ađ hausti. Allt ţetta sem ekki er hćgt ađ kaupa fyrir peninga en skilur eftir sig sanna gleđi í hjartanu. Töfrandi.  

Jarđfrćđi Tröllaskagans

Náttúra TröllaskagansTröllaskaginn er byggđur upp af misţykkum hraunlögum sem runnu á tertíertíma og eru elstu lögin á utanverđum skaganum um 11 milljón ára gömul.  Á milli hraunlaganna eru svo ţunn setlög, oft rauđleit, mynduđ úr jarđvegi, en stundum hvít eđa grá leirsteins- eđa sandsteinslög og jafnvel völuberg. Ţessi setlög sér mađur oft greinilega ţegar gengiđ er um háskörđ Tröllaskagans.

Á ísöld runnu meginjöklar út firđina tvo, en hliđarjöklar runnu til ţeirra og grófu dali í hraunlögin. Sennilega hafa hlutar skagans stađiđ upp úr jöklunum á ísöld, og ţar hafa plöntur lifađ ísöldina af. Hvergi á Íslandi er háfjallagróđur jafn fjölbreyttur og á Tröllaskaga .

Nú eru allmargir smájöklar á Tröllaskaganum, samtals um 150 ferkílómetrar, og eru stćrstu jöklarnir á miđjum skaganum ţar sem Barkárjökull og Tungnahryggsjökull tengjast. Allvíđa eru einnig minni jöklar og grjótjöklar . Gljúfurárjökull í Skíđadal er úfnasti skriđjökull skagans.

Náttúra Tröllaskagans

Tröllaskaginn er ekki bara mikill um sig heldur einnig býsna hálendur, fjöllin víđast yfir 1.000 metra há og mjög víđa ná ţau 1.300 m og hćsta fjalliđ er yfir 1.500 m. Fjalllendiđ er ţó ekki samfellt, heldur mjög sundurskoriđ af djúpum dölum sem jöklarnir grófu á síđasta jökulskeiđi. Ótrúlega víđa hafa öndverđir dalbotnar nánast náđ saman, og á milli ţeirra eru einungis hvassar eggjar. Dalirnir eru víđa djúpir og fjöllin hömrótt og hrikaleg. Ţegar uppá fjöllin er komiđ kemur ţađ manni á óvart hve slétt ţau eru ađ ofan, og víđa er hćgt ađ ganga eftir ţessari hásléttu frá einu fjallinu yfir á annađ, en sums stađar skera dalbotnar ţessa samfellu, ţannig ađ mađur verđur ađ ganga eftir hvössum eggjum eđa fara niđur fyrir ţćr til ađ komast á nćsta fjall.

Hćst eru fjöllin umhverfis Glerárdal, sem er suđur af Akureyri, en einnig eru há fjöll á milli Hörgárdals og Skíđadals svo og á milli Barkárdals og Hjaltadals. Ţessi fjöll og önnur lćgri eru skemmtileg áskorun fyrir útivistarmenn. Útsýni er víđa stórkostlegt og er ekki hćgt ađ velja fegursta útsýnisstađinn.

Gönguleiđir og fjallvegir

Náttúra TröllaskagansTröllaskaginn var fyrrum mikill farartálmi á milli vestur- og austurhluta Norđurlands. Menn fundu ţó fljótt ţćr leiđir sem stystar og lćgstar voru og helst fćrar á milli hérađanna, Eyjafjarđar og Skagafjarđar.Margar ţessara leiđa eru nú aflagđar og einungis sjást ţar stöku göngugarpar á ferđ, eđa vélsleđamenn ađ vetri.

Skörđin á milli hérađa og byggđarlaga eru kjörin til gönguferđa, enda er fjölbreytnin afar mikil, og geta menn valiđ sér leiđir eftir getu og tíma. Ţađ verđur hins vegar ekki sagt ađ fjölbreytnin sé mikil í nafngiftum á fjöllum og dölum. Enda ţótt á skaganum séu mörg gullfalleg nöfn, svo sem fjallanafniđ Glóđafeykir og dalsnafniđ Brandi, ţá eru ţar ótrúlega margir Grjótárhnjúkar og Lambárdalir.

Fjallvegir um Tröllaskagann á milli hérađanna Eyjafjarđar og Skagafjarđar eru um Öxnadalsheiđi, Lágheiđi og um Siglufjarđarskarđ, en engar jeppaslóđir eru á milli hérađanna. Sums stađar eru slóđir inn í dalina, svo sem inn í Hörgárdal, Barkárdal, Skíđadal og Kolbeinsdal, en uppúr ţeim er ófćrt fyrir jeppa. Slóđ var rudd yfir Heljardalsheiđi áriđ 1988 í tengslum viđ lagningu ljósleiđara, en hún er líklega orđin ófćr.

Á skaganum eru fáir skálar. Nokkrum gangnamannakofum er enn haldiđ viđ frammi í dölum.

Náttúruauđlind

Náttúra TröllaskagansTröllaskaginn hefur ađ mestu sloppiđ viđ ágang stórframkvćmda virkjunarađila og línulagningamanna. Fjalllendiđ norđan Öxnadalsheiđar er á Náttúruminjaskrá sem er viljayfirlýsing um ađ varđveita ţetta svćđi. Á honum er eitt friđland, í Svarfađardal.

Skaginn er ótćmandi ánćgjulind fyrir ţá sem vilja njóta útiveru í hrikalegu, fjölbreytilegu, friđsćlu og óspilltu landslagi, og óvíđa á landinu eru meiri möguleikar til útivistar. Ţarna eru djúpir og skjólsćlir dalir, brött og hrikaleg fjöll, brattir og úfnir smájöklar og tignarlegar hásléttur. Menn skyldu ţó ćtíđ fara varlega, ţví í landslagi Tröllaskagans eru ýmsar hćttur sem menn verđa ađ varast, ţar geta falliđ snjóflóđ ađ vetri og ţar geta menn lent í bröttum klettum og vélsleđamenn eru sérstaklega varađir viđ ţví ađ fara ekki fram af hamrabrúnum. Ţá geta veđrabrigđi oft veriđ ótrúlega snögg, ţannig ađ menn verđa ađ hafa varann á. Ţađ sem gerir ţetta svćđi sérlega áhugavert er ađ ferđamađurinn hefur ţađ á tilfinningunni ađ hann sé einn í óbyggđaheimi og sé ađ stíga fćti sínum á slóđir ţar sem mannsfótur hefur aldrei stigiđ áđur.

Söguslóđir

Náttúra TröllaskagansÁ Tröllaskaganum eru auđvitađ margir sögustađir í byggđ, en fjalllendiđ geymir ekki marga sögufrćga stađi. Forfeđur okkar áttu ekki erindi inn á hálendiđ nema til ađ komast á milli byggđa eđa til ađ leita búfjár. Allvíđa eru ţó til ţjóđsögur eđa sagnir af svađilförum á milli hérađa og sumum lyktađi hörmulega, eins og til dćmis ferđ Ingimars Sigurđssonar um Héđinsskarđ áriđ 1908 . Ţá má nefna harmleikinn í Tryppaskál, en ţar fórust 26 hross áriđ 1870, og má enn sjá beinahrúguna ţar . Ţá má nefna ađ víđa eru ónefnd fjöll, hnjúkar og skörđ, sem annađhvort hafa aldrei veriđ nefnd, eđa nöfnin hafa glatast. Unniđ er ađ úrvinnslu og stađsetningu örnefna Eyjafjarđarmegin.

Heimildir: Bjarni E. Guđleifsson