Það er aldrei of varlega farið þegar ferðast er um Ísland. Sérstaklega að vetri til. Ferðalangar eru hvattir til að kynna sér vel veðurútlit og færð áður en lagt er af stað í ferðalag um Tröllaskagann.
Hérna fyrir neðan eru nokkrir gagnlegir tenglar.
Safetravel
www.safetravel.is er síða sem geymir ýmsar upplýsingar sem geta hjálpað þér að skipuleggja ferðina um Ísland á öruggan hátt. Við mælum með því að ferðalangar kynni sér þær upplýsingar sem síðan hefur að geyma.